Matur og drykkur

Veitingastaðurinn Sunna er staðsettur á Sigló hóteli, hann er nefndur eftir byggingu sem eitt sinn stóð þar sem Siglo hótel stendur nú.
Með áherslu á mat úr héraði þar sem í boði er morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
Á barnum er að finna bjór sem bruggaður er á Norðurlandi
Á veitingarstaðnum er lögð áhersla á mat úr héraði og þar er auðvitað fiskur í sérstöðu.
Marakóski meistarakokkurinn, Jaouad Hbib, töfrar fram frábæran mat í marakóskum stíl með hágæða íslensku hráefni.
Á sumrin bjóðum við uppá hlaðborð flest kvöld. Yfirleitt eru tveir kjötréttir, tveir fiskréttir og einn grænmetisréttur í boði auk viðeigandi meðlætis.
Verið velkomin í Kaffi Klöru, lítið en vinalegt og notalegt kaffihús / veitingahús á Ólafsfirði.
Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, fiskisúpu, pizzur og hamborgara, fisk og franskar, salat, vöfflur, ís og ýmsa drykki.
Á Ytra Lóni skiptir sjálfbærni miklu máli og þar er notað eins mikið af þeim afurðum sem bærinn framleiðir eins og mögulegt er.
Á veitingastaðnum er boðið uppá girnilega rétti og jafnfram rétti sem tengjast bjór. Á barnum er boðið uppá bjórinn Kalda en Bruggsmiðjan er staðsett þar rétt hjá.
Veitingahús og gallerý.
Boðið er upp á ýmsa fiskirétti, súpu dagsins, hamborgara, kökur og kaffi. Í matreiðsluna er nýtt hráefni úr Hrísey og nágrenni.
Hið fullkomna umhverfi til að njóta frábærrar máltíðar. Borðstofan er með útsýni yfir höfnina og fiskibáta. Þegar veður leyfir er hægt að sitja úti.
Brimslóð Atelier gistihús og veitingastaður er staðsett við hliðina á sjónum í elsta hluta þorpsins Blönduós. Á Brimslóð er boðið uppá íslenska arfleifð í mat með nútímalegu ívafi. Heimalagaðar máltíðir, unnar með staðbundnu hráefni.
Grána Bistro, á 1238 býður bistro matseðil með frábærum mat úr héraði, kaffi og með því, í huggulegum sal fyrir allt að 60 manns.
Kaffi Rauðka stendur í nýuppgerðu rauðu húsi við smábátahöfnina á Siglufirði. Staðurinn er vinsæll meðal bæjarbúa og því heppilegur til að kynnast lífinu á Sigló.
Við viljum að fólki á öllum aldri finnist gaman að koma á Fabrikkuna. Þess vegna leggjum við hjarta okkar og sál í að veita lifandi og skemmtilega þjónustu og töfra fram hágæðamat úr hágæðahráefni.
Kaffihúsið var opnað í tengslum við Bakkabræður (GísliEiríkurHelgi) sem flestir Íslendingar þekkja vel.
Eyri er fallegur lítill veitingastaður á Hjalteyri. Þar er útsýni inn Eyjafjörðinn og sjarmerandi að hafa gömlu síldarverksmiðjuna í nágrenninu.