Brimslóð

Brimslóð Atelier gistihús og veitingastaður er staðsett við hliðina á sjónum í elsta hluta þorpsins Blönduós.

Á Brimslóð er boðið uppá íslenska arfleifð í mat með nútímalegu ívafi. Heimalagaðar máltíðir, unnar með staðbundnu hráefni.

Kvöldmatur er ógleymanlegur hluti allra sem dvelja á Brimslóð og fullkomin leið til að enda daginn. Þriggja rétta máltíðir eru bornar fram við stóra borðið okkar í rúmgóðu borðstofunni, þar er stór gluggi og hægt að njóta útsýnis útá haf.  Matsalurinn okkar er opinn í hádeginu fyrir gestina okkar og aðra gesti sem bóka að minnsta kosti einn dag fyrirfram.