Gísli, Eiríkur, Helgi kaffihús

Kaffihúsið var opnað í tengslum við Bakkabræður (GísliEiríkurHelgi) sem flestir Íslendingar þekkja vel. Við erum staðsett í Sigtúni, Grundargötu 1 á Dalvík, en það er tengt Leikhúsinu (Ungó) sem margir kannast við.
Í boði er gott kaffi, súkkulaði, kökur og brauð, vín og frábær bjór af krana frá Kalda ásamt því að hægt er að fá ýmsa aðra drykki. Endilega kíkið við og njótið notalegrar stemmingar með okkur!