Á sumrin bjóðum við uppá hlaðborð flest kvöld. Yfirleitt eru tveir kjötréttir, tveir fiskréttir og einn grænmetisréttur í boði auk viðeigandi meðlætis. Súpa og nýbakað brauð og ostabakki og einn sætur eftirréttur. Við köllum þetta heimilislegt hlaðborð og ábyrgjumst nægan mat en ekki endilega að allir fái það sama alltaf. Það helgast af umhverfisstefnu okkar sem m.a. byggir á góðri nýtingu á öllu hráefni þ.e. að vinna gegn sóun hvers konar, m.a. á mat.
Við erum með bar sem að jafnaði er opinn frá 17:00 – 23:00 en auk þess eiga gestir hótelsins aðgang að ókeypis kaffi/tei í matsalnum utan matmálstíma.