Veitingasalurinn snýr að höfninni, framan við hann er pallur sem nær yfir hafnarbakkann, þar sem gestir geta setið úti við á góðviðrisdögum og notið þeirrar fegurðar er auganu mætir. Á veitingarstaðnum er lögð áhersla á mat úr héraði og þar er auðvitað fiskur í sérstöðu. Einnig bjóðum við lambakjöt beint frá býli.