Veitingastaðurinn Sunna

Veitingastaðurinn Sunna er staðsettur á Sigló hóteli, hann er nefndur eftir byggingu sem eitt sinn stóð þar sem Siglo hótel stendur nú. Rétt fyrir utan gluggana er hægt að fylgjast með þegar afli dagsins kemur inn. 

Sunna bar er frábær staður til að slaka á. Þegar setið er úti er hægt að njóta útsýnis yfir innri smábátahöfnina og Síldarminjasafnið en innandyra geturðu setið á barnum eða við notarlegan arin. Fínn einfaldur matseðill veitir þér orku sem þú þarft fyrir yndislegan dag í bænum.