Skúlagarður - veitingastaður

Veitingastaðurinn okkar leggur áherslu á staðbundið hráefni. Við erum sauðfjárbændur svo á matseðlinum verður lögð áhersla á íslenska lambakjötið. Önnur hráefni á matseðlinum eru meðal annars bleikjueldi frá nágrönnum okkar í Kelduhverfi, bærinn við hliðina á okkur framleiðir hágæða nautakjöt og grænmeti á staðnum.

Við erum því umhverfisvæn, sjálfbær og við getum haldið kolefnisspor okkar í algjöru lágmarki.

A la carte veitingastaðurinn er opinn frá 18 til 21 á sumrin og samkvæmt beiðni á veturna.