Acco - íbúðagisting og gistiheimili

Njóttu alls þess besta sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Hvort sem þú vilt skella þér á skíði með fjölskyldunni, fara á tónleika eða í óvissuferð með vinnunni, þá býður Acco gistingu sem hentar.

Acco er frábærlega staðsett, í hjarta bæjarins við Ráðhústorgið. Þaðan er stutt í alla þjónustu, veitingastaði, Hof menningarhús og aðeins 10 mínútna akstur í skíðaparadísina í Hlíðarfjalli.

Gistiaðstaðan er einkar fjölbreytt, en íbúðir voru uppgerðar 2016-2017 og herbergi á gistiheimilinu voru tekin í gegn veturinn 2015-16. Íbúðirnar eru rúmgóðar og smekklega innréttaðar og herbergin eru björt og snyrtileg. Öll rúm eru nýleg, en mikið er lagt upp úr því að það fari sem best um gesti hjá Acco.

Café Berlin er einnig staðsett í Skipagötu 4. Þar geta gestir Acco fengið ljúffengan morgunverð, hádegisverð, ilmandi kaffi og dýrindis kökur á 10% afslætti.