Gistihús Jóa

Þetta gistihús er staðsett í miðbæ Ólafsfjarðar og er með útsýni yfir Eyjafjörð. Það býður upp á herbergi með nútímalegum innréttingum og útsýni yfir fjöllin í kring.

Herbergin á Gistihúsi Jóa eru með viðargólfi og handlaug. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu auk sameiginlegs svæðis með ísskáp og hraðsuðukatli.

Á staðnum er kaffihús sem býður upp á sætindi og snarl ásamt bókum til að lesa. Veitingastaði má finna í innan við 5 mínútna göngufjarlægð og matvöruverslun, banka og pósthús er að finna við hliðina á gistihúsinu.

Akureyrarflugvöllur er í 1 klukkustundar akstursfjarlægð frá Gistihúsi Jóa. Sundlaug Fjallabyggðar er í 300 metra fjarlægð. Í næsta nágrenni má finna gönguleiðir. Hægt er að veiða á bryggjunni en hún er í aðeins 3 mínútna göngufjarlægð.