Sólgarður

Húsið er kennileiti í bænum Hvammstanga. Þegar það var byggt var það eitt stærsta hús í bænum.

Allar íbúðirnar eru nýuppgerðar.

Við bjóðum 3 íbúðir fyrir gesti okkar:
Íbúð 1 - 40 fm - eitt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi, svefnsófa í stofunni. Hámarksfjöldi gesta er 4
Íbúð 2 - 35 fm - eitt svefnherbergi með hjónarúmi, svefnsófa í stofunni. Hámarksfjöldi gesta er 4
Íbúð 3 - 90 fm - þriggja svefnherbergja. Tvö svefnherbergi með 2 einbreiðum rúmum, eitt svefnherbergi með king size rúmi. Hámarksfjöldi gesta er 6

Allar íbúðirnar eru með sér baðherbergi og fullbúið eldhús / eldhúskrók. Rúmföt og handklæði eru innifalin í íbúðaleigu.
Full endurgreiðsla ef afpantað er tveimur vikum fyrirfram. Ef afpantað er með skemmri fyrirvara er dvölin gjaldfærð að fullu.