Hlustaðu á sögur heimamanna.

Heimamenn segja frá 

Norðurstrandarleið tengir gesti sína við upprunalega, ósnortna og óspillta náttúru og kynnir þá fyrir fjölbreyttu landslagi milli fjalls og fjöru. Hér gefur að líta friðsæl sjávarþorp þar sem fólk hefur búið öldum saman og á sér sögu og menningu mótaða af nánd við hafið og heimskautsbauginn. Hér er hægt að njóta slökunar og varpa frá sér áhyggjum hversdagslífsins. Upplifanir á leiðinni og sögur heimamanna eru ógleymanlegar og einstakar minninga sem ferðamennirnir taka með sér heim til vina og fjölskyldu. 

Hvernig ætli sé að alast upp í Grímsey? Hlustaðu á sögu frá Huldu Signý Gylfadóttur sem er fædd og uppalin í eyjunni.
Var töluð danska á Akureyri á sunnudögum? Hlustaðu á sögu frá Tryggva Gíslasyni, fyrrverandi skólameistara Menntaskólans á Akureyri.
Hefur þú heyrt um síðustu aftökuna á Íslandi? Hlustaðu á sögu frá Magnúsi Ólafssyni þar sem hann segir frá þegar pabbi hans og afi grófu upp bein Agnesar og Friðriks.
Hvernig ætli lífið hafi verið sem síldarstúlka? Hlustaðu á söguna hennar Birnu Björnsdóttur sem byrjaði að vinna sem síldarstúlka á 7 ára afmælisdaginn sinn.
Hefur þú heyrt um varðskipið Baldur og hvernig það tók þátt í Þorskastríðinu? Hlustaðu á sögu frá Jóhanni Antonssyni.
Hvernig ætli sé að vera veðurtepptur á eyju eins og Drangey í nokkra daga? Hlustaðu á sögu frá Viggó Jónssyni sem hefur stundað veiðar og siglingar útí Drangey í fjöldamörg ár.
Vissir þú að hvalrekinn mikli á Ánastöðum 1882, bjargaði fólki víðsvegar um landið frá hungursneyð? Hlustaðu á sögu frá Sólveigu Benjamínsdóttur sem er forstöðumaður safna í Húnaþingi vestra.
Veðrið á Íslandi er síbreytilegt og veturnir oft erfiðir með snjóstormum og ófærð. Hlustaðu á söguna hans Ingólfs Kristins Ásgeirssonar þegar hann segir frá degi sem móðir hans mun seint gleyma – dagurinn sem hann kom í heiminn.
Hefur þú upplifað orkuna svo hreina og sterka, eins og þú finn hjartslátt Móður jarðar? Hlustaðu á söguna hennar Mirjam Blekkenhorst og hvernig örlögin sendu hana til Íslands þegar hún var um tvítugt.
Ætli það séu draugar, forynjur eða jafnvel ísbirnir að þvælast á svæðinu? Hlustaðu á sögu frá Sigrúnu Lárusdóttur sem er fædd og uppalin á Skaga.
Hefur þú upplifað jarðskálfta? Hlustaðu á sögu frá Hólmfríði Halldórsdóttur sem bjó á Kópaskeri þegar stóri skjálftinn reið þar yfir árið 1976.
Vissir þú að hvönn hefur verið nýtt til lækninga frá örófi alda? Hlustaðu á sögu frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur sem býr í eyjunni og notar hvönn mikið á veitingastaðnum sínum.