Náttúra og dýralíf

náttura og dýralíf

Norðurstrandarleið kemur þér í kynni við ósnerta náttúru sem er rík af dýralífi. Hvalir, selir og fuglar hafast við á sumrin á norður Íslandi. Hjálpaðu okkur að viðhalda samlífi sem einkennist af virðingu og sjálfbærni í þessu fallega landslagi. Hin hreina náttúra býður þér að hægja á þér og hlaða batteríin og það er ógleymanleg upplifun að hitta fyrir og fylgjast með villtum dýrum í sínu náttúrulega umhverfi – það er eftirminnilegast þegar dýrin eru ekki trufluð og hegða sér náttúrulega.

Það er ein einföld regla:


Íslenski gróðurinn er einstaklega viðkvæmur vegna kaldrar veðráttu, stutts sumars og vonds jarðvegs. Ef plöntur eða mosi verða fyrir skemmdum getur það tekið mörg ár að jafna sig og valdið jarðvegsrofi!  Gætið þess á göngu að skemma ekki gróður og að fylgja merktum slóðum. 


Að fara keyrandi af veginu telst telst utan vega akstur og slíkt er bannað með lögum. Smellið hér til þess að fá frekari upplýsingar um það að keyra Norðurstrandarleið. 


Ekki skilja eftir þig rusl! Vinsamlegast taktu með þér ruslið í næsta þorp og fáðu íbúa til þess að benda þér á stað til þess að losa rusl og/eða endurvinna það! Flusi eða hýði af ávöxtum á borð við banana má heldur ekki henda í náttúrunni vegna þess að kuldinn gerir það að verkum að eyðing þess tekur óralangan tíma. Ef þú vilt kynna þér þetta betur má lesa meira á vef Umhverfisstofnunar.


Nokkrar einfaldar reglur ættu að hjálpa þér að upplifa dýr á norðurslóðum í sínu náttúrlega umhverfi á sem eðlilegastan hátt: 

 • Virtu öll skilti sem kveða á um lokanir til að vernda dýralíf
 • Bannað að fóðra. Það að nota mat til þess að lokka til sín villt dýr getur valdið þeim miklum skaða.
 • Sýndu þolinmæði. Það að hitta dýr verður alltaf að vera á forsendum dýrsins. Ef dýr hörfar skaltu ekki veita því eftirför.
 • Gættu sérstakrar varúðar á viðkvæmum árstímum þegar dýr geta verið á fengitíma eða með unga í hreiðrum.
 • Þú mátt aldrei nálgast ungviði þegar þau eru ein.
 • Ekki fara á milli foreldra og ungviðis þeirra.
 • Ekki nota vasaljós, sérstaklega ekki í návígi.
 • Haltu góðri fjarlægð frá hreiðrum og varpstöðum og mikilvægum fæðustöðum.
 • Á vorin (apríl, maí, júní) þarf að gæta sérstaklega að því á göngu að margir varpfuglar verpa í hreiður sem geta verið hulin í gróðri eða sandi.
 • Æðarfuglsvörp eru yfirleitt varin af bændum á meðan varptíma stendur (apríl – júní). Þú ættir aldrei að fara inn á einkaeign nema með beinu samþykki eigandans.
 • Á vorin (apríl, maí, júní) eru fuglar oft á eða nálægt veginum. Keyrðu gætilega og hægðu á þér eftir því sem við á.
 • Haltu a.m.k. 50 metra fjarlægð á milli þín og sela sem eru að hvíla sig. Sú fjarlægð ætti að vera aukin í 100 metra ef selirnir eru með kópa eða á öðrum viðkvæmum tímum hjá tegundinni sem á í hlut.
 • Kópar eru oft skildir eftir einir á meðan foreldrar þeirra veiða til matar. Ekki nálgast yfirgefna kópa og haltu a.m.k. 100 metra fjarlægð frá þeim.