Hvammstangi er tilvalinn áfangastaður ferðamanna og er þar mjög góð sundlaug, gott tjaldsvæði í skjólgóðum hvammi með þægilegu þjónustuhúsi og tengingum fyrir tjald- og húsvagna.
Skagaströnd státar af frábærum golfvelli þaðan sem stórkostlegt útsýni er yfir Húnaflóa og yfir á Strandir. Í bænum er gott tjaldstæði með framúrskarandi aðstöðu. Á Skagaströnd er líka sundlaug og heitur pottur með útsýni yfir víðáttumikið haf.
Kauptúnið Grenivík stendur undir fjallinu Kaldbak sem er 1173 m hátt. Skemmtilegar gönguleiðir eru upp á Kaldbak, en fyrir þá sem kjósa léttari leiðir er Þengilhöfði ákjósanlegri en það er 260 m hátt fjall suður af Grenivík.
Það er einhver annar bragur yfir Akureyri en öðrum bæjum á Íslandi. Þar finnur þú alla þá þjónustu sem hugurinn girnist í þægilegu umhverfi. Menningin blómstrar í bænum, þar er nægt úrval gisti- og veitingastaða, og líka hægt að kíkja í búðir þá sjaldan að veðrið er til vandræða.
Grímsey er græn, grösug og einstaklega gjöful eyja. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið, til þess eins að stíga norður fyrir baug.
Auk náttúruskoðunar er ýmsa aðra afþreyingu að finna á svæðinu, stórkostlega vel útbúin sundlaug er á Blönduósi þar sem allt er til staðar og himneskt er að njóta kaffibolla í heita pottinum á meðan börnin leika sér í vaðlauginni eða renna sér í brautunum.
Bakkafjörður býður upp á ótalmarga útivistarmöguleika, gönguferðir, fuglaskoðun, fjöruferðir og fleira. Gaman er að skoða gömlu höfnina og lífið í kringum þá nýju sem er skammt innan við þorpið.
Kópasker er vinalegt sjávarþorp í Núpasveit við austanverðan Öxarfjörð sem rekur sögu sína aftur til ársins 1879 er það varð löggildur verslunarstaður.
Fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar frá fyrstu hendi er Dalvík í Dalvíkurbyggð tilvalinn áfangastaður en sveitarfélagið liggur við náttúruparadísina Tröllaskaga auk þess að hafa frábært aðgengi að sjó.
Hjalteyri er smáþorp á vesturströnd Eyjafjarðar. Þar var ein af aðalstöðvum síldveiða snemma á 20. öldinni. Í gömlu síldarverksmiðjunni fer nú fram mikil uppbygging þar eru haldnar listsýningar, þar er köfunarþjónusta, sútun, hákarlaverkun auk þess sem hópur áhugamanna um gamla bíla hefur haslað sér völl á Hjalteyri.
Á Hauganesi er elsta hvalaskoðun landsins, Whale Watching Hauganes, en þeir hafa 27 ára reynslu í bransanum! Þar er einnig afar vinsæll og einstakur veitingastaður, Baccalá Bar, þar sem hægt er að gæða sér á allskonar gómsætum réttum þó sérstaklega þurfi að mæla með djúpsteiktum saltfiski og frönskum eða saltfiskpizzunni.
Árskógssandur í Dalvíkurbyggð er þéttbýliskjarni sem stendur niður við sjó og tengir saman land og eyju en skipið Sævar siglir milli Árskógssandar og Hríseyjar.
Náttúruperlan Hrísey liggur um miðbik Eyjafjarðar. Þar er lítið sjávarþorp sem býður upp á ýmislegt sem ferðafólki kemur til góða, t.d.sundlaug, lítið gistiheimili, veitingahús, tjaldsvæði, kaffihús og verslun.
Mikil náttúrufegurð er í Ólafsfirði og margar góðar gönguleiðir eru á svæðinu. Ólafsfjörður hefur síðustu ár orðið sífellt vinsælli áningarstaður ferðalanga, enda er hann rómaður fyrir fegurð, kyrrð og ró.
Siglufjörður býr að stórbrotinni náttúrufegurð, þar sem möguleikar á sviði útivistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi. Náttúran er ávallt innan seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferðir, skellt sér á skíði eða veitt í vötnum, ám eða sjó, ásamt fjölþættum gönguleiðum um fjöll og dali.
Hvalaskoðun Akureyri gerir bæði út sérhannað hvalaskoðunarskip sem og sérsmíðaða RIB hraðbáta. Skipið tekur 200 farþega í miklum þægindum og býður stórkostlega 360° útsýni frá útsýnispöllum þess, ferðir á því henta sérstaklega fjölskyldum og hópum.
Ferðirnar okkar eru kolefnisjafnaðar sem þýðir það að við gróðursetjum eitt tré fyrir hverja ferð ásamt því að við blöndum olíuna á bátana okkar með lífdísli sem framleiddur er á Akureyri úr djúpsteikingarolíu af veitingastöðum svæðisins.
Flott útsýni og fyrir þá sem eru með sundföt meðferðis er tilvalið að skella sér í sjósund og slaka svo á í heitu pottunum sem staðsettir eru í flæðarmálinu.
Sigling út í Drangey er ævintýri líkust enda er eyjan náttúruperla í miðjum Skagafirði. Eyjan er þverhníptur móbergsklettur um 180 metrar á hæð og býður því upp á frábært útsýni yfir allan fjörðinn.
Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda. Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best.
Skilti við veg nr.85 vísar á bílastæði við Rauðanes. Falleg gönguleið í kringum skagann býður uppá stórkostlegt útsýni yfir ströndina og bergmyndanir hennar.
Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og strandmenningu og fyrst fyrirtækja á Íslandi að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir. Hvalaskoðun er vinsæl afþreying fyrir ferðafólk og hefur starfsemi fyrirtækisins farið ört vaxandi.
Selasetur Íslands var stofnað formlega þann 29. apríl 2005 með það að markmiði að standa að eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland.
Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þessu notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana...
Eyjan er í einkaeigu og til að verja fuglana fyrir truflun er ekki mögulegt að fara í land. Þó má finna þúsundir lunda á sundi og köfun um alla eyjuna.
Á Hellulandi í Skagafirði býðst þér að fara á hestbak og skiptir þá engu máli hvort þú ert vanur eða óvanur. Boðið er upp á styttri eða lengri ferðir, fyrir einstaklinga eða hópa – við gerum okkar besta til að gera túr sem henda þér!
Þessi töfrandi staður er á malarvegi nr. 711, töluvert frá ströndinni. En þetta náttúrulega virki er staðsett uppá hæð og býður því uppá stórkostlegt útsýni yfir ströndina og Húnaflóann.
Þetta nýlega byggða minnismerki eins og risastórt sólarlag sem miðar að því að ná geislum sólarinnar, varpa skugganum á nákvæma staði og fanga ljósið á milli hliðanna.
Farið inná malarveg nr. 869 og þannig inná Langanesið. Við bæinn Ytra-Lón er hægt að leggja bílnum og njóta útsýnisins. Einnig er tilvalið að fara í göngu niður að ströndinni.
Keyrið veg nr.76 frá Siglufirði og til norðurs. Eftir að komið er útúr Strákagöngum er fínt bílastæði sem gott er að stoppa á og býður uppá hinn fullkomna stað til að njóta miðnætursólarinnar.
Falleg en stutt gönguferð frá þorpinu í Hrísey sem liggur að hæðsta punkti eyjarinnar. Þar er tilvalið að slaka á og njóta miðnætursólarinnar í friðsælu andrúmslofti í miðjum Eyjafirði.
Milli jarðganganna tveggja sem tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð saman er lítill áningastaður þar sem hægt er að leggja bílnum og fara í gönguferð um Héðinsfjörð.
Skilti merkt Ánastaðastapi við veg nr.711 sýnir hver bílastæðið er. Notið stigann til að fara yfir girðinguna og gangið stuttan spöl niður hlíðina, meðfram litlum læk og niður á strönd. Hér finnur þú fallegan sjóklett, Ánastaðastapa.
Það eru nokkrir áningarstaðir við Norðurstrandarleið þar sem þú getur lagt bílnum. Á þessum stöðum er oft hægt að fá upplýsingar um svæðið sem þú ert á og sums staðar eru borð og bekkir sem hægt er að nýta jafnvel til að borða nesti.
Það eru nokkrir áningarstaðir við Norðurstrandarleið þar sem þú getur lagt bílnum og notið útsýnisins. Á þessum stöðum er oft hægt að fá upplýsingar um svæðið sem þú ert á og sums staðar eru borð og bekkir sem hægt er að nýta jafnvel til að borða nesti. Vinsamlegast taktu ruslið með þér í næsta þorp og finndu endurvinnslusvæði. Þau eru staðsett í flestum bæjum og þorpum.
Það eru nokkrir áningarstaðir við Norðurstrandarleið þar sem þú getur lagt bílnum og notið útsýnisins. Á þessum stöðum er oft hægt að fá upplýsingar um svæðið sem þú ert á og sums staðar eru borð og bekkir sem hægt er að nýta jafnvel til að borða nesti. Vinsamlegast taktu ruslið með þér í næsta þorp og finndu endurvinnslusvæði. Þau eru staðsett í flestum bæjum og þorpum.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Rest areas placed around the road to park your car. Often you find information about the area you are in and some have tables that you can use. Please take your trash to the next village and ask for the next recycle area. They are located in most towns and villages.
Listasafnið á Akureyri leggur áherslu á að virkja sem flesta til þátttöku, að fræða almenning um sjónlistir og efla umræðu um samfélagið, menningu og listir þar sem safnkennsla og fyrirlestrahald skipar stóran sess.
Við hverja höfn, norðan- og austanlands risu síldarbæir stórir og smáir. Siglufjörður var þeirra stærstur og frægastur. Þótt norðurlandssíldin sé fyrir löngu horfin ber staðurinn skýr merki hinna stórbrotnu atburða síldaráranna.
Sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar sem uppi var á síðari hluta 10. aldar. Margháttaðan fróðleik um spádóma og spáaðferðir er að finna á sýningunni.
Ullarvörurnar frá KIDKA eru prjónaðar í prjónavélum. Á meðan að á framleiðslunni stendur, fer ullin aldrei úr landi, hér er um að ræða ekta íslenskar vörur sem að auki skapa mikilvæg störf á svæðinu.
Sportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki.
Í Saltvík bjóðum við upp á reiðtúra á öllum stigum og reynum okkar besta við að gera upplifunina af því að ríða á íslenskum hesti í náttúru Íslands ógleymanlega, hvort sem þú ert reyndur knapi eða byrjandi.
Fairytale At Sea er sæþotu afþreyingarfyrirtæki á Ólafsfirði sem býður upp á úsýnisferðir í óspilltri náttúru undir Ólafsfjarðarmúla og hæsta strandbergi Íslands, Hvanndalabjargi.
Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!”
Í GeoSea sjóböðunum nýtur þú náttúrunnar á einstakan hátt. Hitinn í iðrum jarðar sér um að sjórinn í böðunum sé hlýr og góður og steinefnaríkt vatnið gælir við hörundið.
Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur.
Þessi útsýnisstaður er staðsettur sunnan við gamla bæinn á Blönduósi, uppá háum klettum og býður uppá útsýni til norðurs. Farið af hringvegi nr.1 og keyrið inní gamla bæinn, fylgið bláum skiltum sem eru merkt "útsýnisstaður".
þetta nýlega byggða minnismerki eins og risastórt sólarlag sem miðar að því að ná geislum sólarinnar, varpa skugganum á nákvæma staði og fanga ljósið á milli hliðanna.
Að hlusta á fuglana syngja, heyra hljóðið í vængjum hrafnsins þegar hann svífur framhjá tjaldinu eða að njóta þess að heyra regndropana falla á tjaldið meðan þú kúrir við eldinn með góða bók.
Sumarsólstöður við heimskautsbaug. Dagar sem aldrei taka enda og óleymanleg miðnætursól. Það jafnast ekkert á við það sigla við heimskautsbaug á sumarsólstöðum.
Þú kemst í kynni við aðra matgæðinga á þessu hálfsdags námskeiði og smakkar og lærir um íslenska matargerð og tengsl hennar við einstaka náttúru landsins. Gestgjafarnir deila sérfræðiþekkingu sinni og kenna þér allt um það að nota þau náttúrulegu og villtu hráefni sem finnast á norðlægum slóðum. Þeir útskýra hvernig matur var varðveittur til forna og hvernig Íslendingar styðjast enn við þær aðferðir með nútímalegu tvisti.
Lundar eru stundum kallaðir trúðar „hafsins” og á ensku er hópur lunda oft kallaður sirkus, sem virðist vel við hæfi. Þessi sérstaka tegund með sinn litríka gogg er ofarlega á óskalista margra sem heimsækja lönd á norðlægum slóðum yfir það sem þeir vilja sjá í ferðinni. En í Grímsey, sem er eini staðurinn á Íslandi á heimskautsbaugnum, er einstakt tækifæri til þess að sjá ys og þys þessara „trúða“, ekki einungis á flugi, heldur líka ofan í sjónum, því lundar eru flinkir kafarar. Að snorkla í hafinu í kringum heimskautaeyju er einstakt ævintýri og – ef veður leyfir – gætur þú jafnvel snorklað yfir heimskautsbaug!
Hér lærir þú frá fyrstu hendi allt um saltaðan þorsk sem hefur átt stóran sess í íslenskri menningu, bæði sem neysluvara og útflutningsvara sem hefur orðið vinsælt hráefni í matargerð margra landa við Atlanshafið, í Vestur Afríku og við Miðjarðarhafið. Þú slæst í för með litlum hóp á íslenskum eikarbát, en haldið er frá Hauganesi út á rík fiskimið Eyjafjarðar. Leiðsögumaðurinn fræðir ykkur um fiskveiðar áður fyrr, sem og í nútímanum. En svo er komið að þér að kasta út línu og veiða þinn eigin þorsk eða ýsu. Bráðum fyllist loftið af mávum sem vilja ólmir deila aflanum með ykkur. Ef þú hefur áhuga getur leiðsögumaðurinn kennt þér að gera að fisknum. Á siglingunni til baka í þorpið eru góðar líkur á því að sjá hvali.
Síldarminjasafnið er margverðlaunað fyrirtækir og stærsa sjóminja og iðnaðarsafn á Íslandi, en það leggur áherslu á að endurskapa síldarárin á Siglufirði þegar Siglufjörður var fiskveiðihöfuðborg landsins.
Hittu gestgjafana þín sem reka sjálfbært bú í einu af afskekktustu hornum landsins; eins langt og hægt er að vera frá höfuðborginn og upplifðu hvað lífið er allt öðruvísi.
Safnasafnið annast fjölbreytt menningarstarf sem eitt af þremur mikilvægustu listasöfnum þjóðarinnar; í vörslu þess eru um 135.200 verk, (þar af ca. 200 eftir nútímalistamenn) búin til af ýmsu tilefni á 40 ára tímabili, einnig þúsundir gripa sem settir eru upp í sérdeildum og notaðir á sýningum til að skerpa myndhugsun gesta og fá þá til að sjá hlutina í nýju og víðara samhengi.
Fyrirtækið skilgreinir sig sem þjónustudrifið og sveigjanlegt með þarfir viðskiptavinarins í huga alla tíð og hefur stundvísi, heiðarleika, snyrtimennsku og þjónustulund að leiðarljósi.
Reliable and personal customer service, flexible agent network and a broad fleet of well-maintained vehicles makes Europcar the number one choice when renting a car in Iceland.
Frá Digranesvita er útsýnið yfir Bakkaflóann engu líkt. Gott er að leggja bílnum á Bakkafirði og ganga áleiðis að eyðibýlinu Steintúni og svo dálítið lengra.
Í þessari dagsferð muntu upplifa hið einstaka norður heimskautssvæði og fara á nyrsta hluta meginlands Íslands. Þú munt komast nálægt heimskautsbaugnum, fræðast um sögur úr norrænni goðafræði þegar þú heimsækir Heimskautsgerðið og hlusta á sögur um fiskveiðar á Raufarhöfn.
Ferðaskrifstofan Sóti Summits leiðir saman fólk sem þyrstir í ævintýri í náttúru Íslands. Við leggjum áherslu að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti okkar. Ferðaframboð okkar er byggt á grunni þess sem við myndum vilja upplifa og njóta sjálf.
Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort. Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur.
Gljúfrastofa í Ásbyrgi er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum. Þar er fræðslusýning og upplýsingagjöf fyrir þjóðgarðinn og nágrenni hans; gönguleiðir, náttúrufar, sögu, þjónustu og afþreyingu.
Laufás er sögustaður með mögnuðum menningarminjum og frábæru útsýni. Þar hefur verið búseta frá því að Ísland byggðist og staðið kirkja frá fyrstu kristni.