Hvernig á að keyra og hvar má tjalda

að keyra norðurstrandarleið

Það að keyra Norðurstrandarleið er frábrugðið því sem þú átt að venjast. Það er sannarlega það  að vera utan alfaraleiðar sem leiðir þig í gegnum hið fallega landslag. Það felur ekki endilega í sér að skilja við siðmenninguna, heldur einungis að ferðin fangar anda ævintýramennsku og landkönnunar.

Við mælum með því að vera á fjórhjóladrifnum bíl. Það eru margir malarvegir á leiðinnig og fjórhjóladrifnir bílar veita meira öryggi.

SKILTI norðurstrandarleiðar líta svona út

Brown Signs on the Arctic Coast Way

 

hvað er að fara utan alfaraleiðar?

-    Að yfirgefa malbikið og keyra töluverðar vegalengdir á malarvegum (u.þ.b. 1/3 hluta leiðarinnar.) 

-    Að yfirgefa breiðu vegina og keyra mjóa vegi inn á afskekkt svæði með færri innviði.

-    Keyrðu hægt! Vegna lausamalar, sauðfjár og fugla á veginum; gefðu þér tíma þegar Norðurstrandarleiðin býður þér að hægja á þér og njóta töfra hins hreina og friðsæla landslags.

-    Landslagið er ótrúlegt hvert sem litið er – en gættu þessað stoppa ekki nema á tilætluðum stöðum fyrir myndatökur, þar sem það gæti verið umferð á eftir þér!

-    Þegar þú sérð blátt M-skilti við veginn – nýttu þér mótsstaðinn til að mæta umferð sem kemur út gagnstæðri átt, þar sem vegurinn er of mjór fyrir tvo bíla. Taktu því rólega og nýttu tímann til að njóta landslagsins.  

-    Haltu þig á veginum. Utan vega akstur er bannaður með lögum og honum fylgja háar fjársektir. Hjálpaðu okkur að vernda viðkvæman mosa og gróður.

Vetrarfærð er öðurvísi!

Í vetraraðstæðum er takmarkaður aðgangur að mörgum hlutum Norðurstrandarleiðar. Vinsamlegast kannaðu færð á leiðinni yfir vetrartímann. Eins og nafn leiðarinnar gefur til kynna þá er hún nálægt heimskautinu. Svona norðarlega getur snjóað frá september og fram í maí. Hafðu það alltaf hugfast að kanna veður og færð á hverjum degi.  Þegar ferðast er að vetrarlagi gættu þess að hafa nægan tíma til stefnu þar sem vetrarfærð getur verið erfið og snjór og snjóstormar lokað vegum sem yfirleitt eru ruddir daglega.

 

hafðu öryggið í fyrirúmi

Þegar ferðast er um Norðurstrandarleið er mikilvægt að þekkja innviðina og vita hvar má nálgast upplýsingar. Til þess að fá nýjustu upplýsingar um færð á vegum, veðrið og öryggismál, smelltu hér.

ósnert náttura en ekki til að tjalda í!

Norðurstrandarleið býður gesti velkomna í ógleymanlegt ferðalag um ósnerta náttúru meðfram strönd norður Íslands. Njóttu frelsisins, en vinsamlegast virtu náttúruna og athugaðu að það er ólöglegt að tjalda í óbyggðum á Íslandi.

Nú er ólöglegt að gista í hjólhýsum, fellihýsum, húsbílum og öðrum samskonar tækjum utan sérstakra tjaldsvæða eða þéttbýlis, nema landeigendur eða rétthafar hafi gefið beint leyfi fyrir því.

Öll þorp meðfram veginum bjóða upp á tjöldunarmöguleika. Öll tjaldsvæði eru með ruslafötu og salerni og í flestum þorpum má finna endurvinnslu staði. Spyrðu íbúa á staðnum hvar þá sé að finna. Við kunnum að meta það að þú hjálpir okkur að halda náttúrunni eins óspjallaðri og hægt er.

hvar má ég tjalda?

  • Meðfram opinberum vegum á byggðum svæðum má tjalda á óræktuðu landi, eina nótt í senn, að því gefnu að ekkert tjaldsvæði sé nálægt og að landeigandi hafi ekki gefið til kynna að slíkt megi ekki með skiltum, girðingum eða göngustígum.
  • Meðfram opinberum vegum á óbyggðum svæðum máttu tjalda hefðbundnu tjaldi á einkalandi eða opinberu landi.
  • Fjarri opinberum vegum máttu tjalda hefðbundnu tjaldi, á einkalandi eða opinberu, nema sérstakar reglur gildi um hið tiltekna svæði.
  • Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar um þær reglur sem gilda um það að tjalda á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

hvenær þarf ég að fá elyfi landeigaenda eða rétthafa?

  • Ef þú ætlar að tjalda nálægt mannabústöðum eða bóndabæjum.
  • Ef þú ætlar að tjalda lengur en eina nótt.
  • Ef þú ætlar að setja upp fleiri en þrjú tjöld.
  • Ef landið er ræktað.
  • Ef þú ætlar að nota hjólhýsi, fellihýsi, húsbíla eða annað af þeim toga utan tjaldsvæða eða þéttbýlis.

frekari upplýsingar má fá frá umhverfisstofnun

Heimasíðu þeirra má finna hér.