Gisting á Norðurstrandarleið

Gistiheimili
Salthúsið á Skagaströnd var endurgert árið 2017 og breytt í gistiheimili. Það fékk nafn sitt um 1950 þegar þar var saltaður saltfiskur á vegum fiskvinnslufélags Skagstrendings. Salthúsið er staðsett nyrst í bænum á Spákonufellshöfða, þar sem hægt er að skoða bæði sólsetur, norðurljós og fara í göngutúr eftir stígum á höfðanum.
Gistiheimili
Garður gistihús er við þjóðveg 85 um 50 km austan Húsavíkur og 10 mínútna akstur frá Ásbyrgi.
Sumarhús
Gullfalleg og vel staðsett 25 m2 stúdíóhús á barmi Ásbyrgis með stórkostlegu útsýni til allra átta.
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið er á sjávarbakkanum yst á Tjörnesi með óhindruðu útsýni til hafs. Óvíða er sólarlagið fegurra og talsvert fuglalíf á svæðinu.
Hótel
Hótel Dalvík er staðsett miðsvæðis í sjávarþorpinu Dalvík. Þetta er þægilegt hótel á Norðurlandi með útsýni yfir bæinn og fjöllin í kring.
Hostel
Farfuglaheimilið er staðsett í miðju þorpinu og stutt er í alla þjónustu.
Íbúðir
Á Safnasafninu er íbúð til leigu fyrir listamenna, vísindamenna og aðra gesti. Íbúðin er 67 m2 með sérinngangi, húsgögnum og fullbúnu eldhúsi. Þar geta sofið 1–5 manns.
Hótel
Sigló Hótel er byggt út í smábátahöfnina á Siglufirði og hafa öll herbergin útsýni yfir fallega náttúru svæðiðsins, bæði haf og fjöll, og úr notalegu gluggasæti má fylgjast með daglegu lífi á hafnarsvæðinu.
Hótel
Hótel staðsett miðja vegu á milli Akureyrar og Reykjavíkur. 56 glæsileg herbergi.
Gistiheimili
Gisting og bar í sögufrægu húsi á Sauðárkrók.
Hótel
Hótelið er staðsett við hafnarbakkann, þaðan sést yfir alla höfnina og yfir á Höfðann, þar sem er fjöl-skrúðugt fuglalíf. Útsýnið er einstakt. Á sumrin er iðandi fuglalíf á höfninni, í Höfðanum og á engjunum vestan við hótelið. Á góðum degi hafa verið greindar yfir tuttugu fuglategundir út um glugga á hótelinu og nær sextíu tegundir innanbæjar á Raufarhöfn.
Gistiheimili
Grásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum og smáhýsum sem rúma þrjá. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og opnu WiFi neti.
Gistiheimili
Siglunes var byggt sem hótel árið 1935 og hét þá Hótel Siglufjörður. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og áhersla lögð á að gera herbergin sem heimilislegust og aðstöðuna eins þægilega og hugsast getur fyrir ferðafólk. Sjáðu hvað er laust og bókaðu herbergi beint í gegnum vefinn.
Hótel
Gisting á sveitahótelinu á Þórisstöðum er góður valkostur fyrir þá sem vilja njóta kyrrðar og fagurrar náttúru en geta jafnframt nýtt sér þægindi bæjarlífsins.
Gistiheimili
Þetta gistihús er staðsett í miðbæ Ólafsfjarðar og er með útsýni yfir Eyjafjörð. Það býður upp á herbergi með nútímalegum innréttingum og útsýni yfir fjöllin í kring.
Sumarhús
Dveldu í eigin ullar einangraða, upphitaða Mongólíu Yurt í íslensku sveitinni nálægt Akureyri um sumar og vetur.
Hótel
Hótelið er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Í næsta nágrenni við hótelið er margt að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, sögu- og fuglaskoðunar ferðir út í Drangey, Minjahús, gólfvöll, Gestastofu Sútarans, þreksal og góðar gönguleiðir.
Hótel
Hótel Mikligarður er sumarhótel staðsett í heimavist Fjölbrautaskólans Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hér eru í boði 65 herbergi með baði (einstaklings, tveggja-, þriggja manna eða fjölskylduherbergi). Þráðlaust net er að finna í hverju herbergi og er sjónvarpsstofa á hverri hæð.
Gistiheimili
Mikligarður Guesthouse is located in the center of the town of Sauðárkrókur. We offer 14 rooms; 2 with private bathrooms and 12 with shared bathrooms.
Gistiheimili
Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn.
Gistiheimili
Arnarnes Paradís - Lífræn upplifun með endalausar sólsetur á sumrin og glæsileg norðurljós á veturna.
Gistiheimili
Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.
Gistiheimili
Við bjóðum upp á einfalda en fína gistingu í gamla bæjarhúsinu okkar í Saltvík.
Gistiheimili
Gistiheimilið er staðsett í dularfullu en samt heillandi landslagi og hefur 19 herbergi með sameiginlegri aðstöðu.
Gistiheimili
Grenivík Guesthouse býður upp á gistingu í fjórum rúmgóðum tveggja manna herbergjum með sér baðherbergi. Í hverju herbergi er sjónvarp, ísskápur og hárþurrka.
Gistiheimili
Á Raufarhöfn, við heimskautsbaug er þetta hlýlega gistihús. Uppbúin rúm í eins til fjögurra manna herbergjum. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum. Á báðum hæðum er góð eldhúsaðstaða og setustofa með sjónvarpi.
Gistiheimili
Rekstur fyrirtækisins samanstendur annrs vegar af gistihúsi (10 gistiherbergi) og veitingastað (fyrir 50 manns) og hinsvegar móttöku á hópum
Hostel
Farfuglaheimilið Ósar er á Vatnsnesi, aðeins um 25 kílómetra frá hringveginum.
Hostel
Gimli Hostel er tveggja hæða hús með 7 herbergjum, eins manns herbergi, tveggja manna herbergi, þremur þriggja manna herbergjum og einu fimm og sex svefnherbergjum / heimavistum.
Hótel
North West Hotel er staðsett í Víðidalstungu við hringveginn.
Gistiheimili
Tungulending er endurnýjað og býður upp á allt sem þú þarft til að líða vel. Húsið er með fjölbreytt herbergi, baðherbergi, rúmgóða stofu og fullbúið eldhús.
Hótel
Icelandair hótel Akureyri er vinalegt hótel sem opnaði sumarið 2011 með fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum.
Gistiheimili
Sóti Lodge býður viðskiptavinum gæðagistingu í Fljótum, hjarta Tröllaskaga, í sögulegu skólahúsi með útsýni yfir náttúru Fljóta frá ströndu til tinda.
Gistiheimili
Frá gistiheimilinu Sandi er hægt að nálgast allar helstu náttúruperlur Norðurlands en gista á svæði sem er staðsett í rólegu þorpi nálægt heimskautsbaug.
Gistiheimili
Gistiheimilið er einstaklega vel staðsett; í stórum friðsælum garði bak við kirkjuna, með útsýni yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin í kring og aðeins fárra mínútna göngufjarlægð frá Ráðhústorginu, hjarta bæjarins. Stutt er í alla þjónustu, svo sem verslun, kaffihús, veitingastaði og söfn.
Sumarhús
Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort. Bæði húsin eru með heitum pottum.