Salthúsið á Skagaströnd var endurgert árið 2017 og breytt í gistiheimili. Það fékk nafn sitt um 1950 þegar þar var saltaður saltfiskur á vegum fiskvinnslufélags Skagstrendings. Salthúsið er staðsett nyrst í bænum á Spákonufellshöfða, þar sem hægt er að skoða bæði sólsetur, norðurljós og fara í göngutúr eftir stígum á höfðanum.
Acco er frábærlega staðsett, í hjarta bæjarins við Ráðhústorgið. Þaðan er stutt í alla þjónustu, veitingastaði, Hof menningarhús og aðeins 10 mínútna akstur í skíðaparadísina í Hlíðarfjalli.
Húsið sem hýsir Skjálfanda íbúðir, var nýlega endurnýjað og er nú með fjórar nútímalegar og rúmgóðar íbúðir. Þægilega staðsett í hjarta bæjarins, örstutt frá hafnarsvæðinu.
Á Safnasafninu er íbúð til leigu fyrir listamenna, vísindamenna og aðra gesti. Íbúðin er 67 m2 með sérinngangi, húsgögnum og fullbúnu eldhúsi. Þar geta sofið 1–5 manns.
Sigló Hótel er byggt út í smábátahöfnina á Siglufirði og hafa öll herbergin útsýni yfir fallega náttúru svæðiðsins, bæði haf og fjöll, og úr notalegu gluggasæti má fylgjast með daglegu lífi á hafnarsvæðinu.
Gistingin samanstendur af 17 tveggja manna herbergjum með klósetti og sturtu. Í veitingasalnum er boðið uppá kvöldverð, morgunverð og léttan hádegisverð, auk drykkja. Lögð er áhersla á einfaldleika og notalegt viðmót.
Hótelið er staðsett við hafnarbakkann, þaðan sést yfir alla höfnina og yfir á Höfðann, þar sem er fjöl-skrúðugt fuglalíf. Útsýnið er einstakt. Á sumrin er iðandi fuglalíf á höfninni, í Höfðanum og á engjunum vestan við hótelið. Á góðum degi hafa verið greindar yfir tuttugu fuglategundir út um glugga á hótelinu og nær sextíu tegundir innanbæjar á Raufarhöfn.
Grásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum og smáhýsum sem rúma þrjá. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og opnu WiFi neti.
Siglunes var byggt sem hótel árið 1935 og hét þá Hótel Siglufjörður.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og áhersla lögð á að gera herbergin sem heimilislegust og aðstöðuna eins þægilega og hugsast getur fyrir ferðafólk.
Sjáðu hvað er laust og bókaðu herbergi beint í gegnum vefinn.
Gisting á sveitahótelinu á Þórisstöðum er góður valkostur fyrir þá sem vilja njóta kyrrðar og fagurrar náttúru en geta jafnframt nýtt sér þægindi bæjarlífsins.
Þetta gistihús er staðsett í miðbæ Ólafsfjarðar og er með útsýni yfir Eyjafjörð. Það býður upp á herbergi með nútímalegum innréttingum og útsýni yfir fjöllin í kring.
Hótelið er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Í næsta nágrenni við hótelið er margt að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, sögu- og fuglaskoðunar ferðir út í Drangey, Minjahús, gólfvöll, Gestastofu Sútarans, þreksal og góðar gönguleiðir.
Hótel Mikligarður er sumarhótel staðsett í heimavist Fjölbrautaskólans Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hér eru í boði 65 herbergi með baði (einstaklings, tveggja-, þriggja manna eða fjölskylduherbergi). Þráðlaust net er að finna í hverju herbergi og er sjónvarpsstofa á hverri hæð.
Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn.
Puffin Palace gistiheimili er í hjarta gamla bæjarins á Sauðárkróki og býður upp á samtals níu rúmgóð og þægileg herbergi í Aðalgötu 10a og Aðalgötu 14. Í hvoru húsi er ein sameiginleg snyrting með sturtuaðstöðu ásamt fullbúinni eldhúsaðstöðu. Frí nettenging er í báðum húsum.
Grenivík Guesthouse býður upp á gistingu í fjórum rúmgóðum tveggja manna herbergjum með sér baðherbergi. Í hverju herbergi er sjónvarp, ísskápur og hárþurrka.
Á Raufarhöfn, við heimskautsbaug er þetta hlýlega gistihús. Uppbúin rúm í eins til fjögurra manna herbergjum. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum. Á báðum hæðum er góð eldhúsaðstaða og setustofa með sjónvarpi.
Gimli Hostel er tveggja hæða hús með 7 herbergjum, eins manns herbergi, tveggja manna herbergi, þremur þriggja manna herbergjum og einu fimm og sex svefnherbergjum / heimavistum.
Tungulending er endurnýjað og býður upp á allt sem þú þarft til að líða vel. Húsið er með fjölbreytt herbergi, baðherbergi, rúmgóða stofu og fullbúið eldhús.