STRÖND ÍSLENDINGASAGNA OG GOÐAFRÆÐI
Vesturhluti Norðurstrandarleiðar einkennist af mikilúðlegri strandlengju og háum fjöllum. Á þessum slóðum er víða að finna fjölskrúðugt dýralíf þar sem helstu einkennistegundir eru selir og fuglar. Hér eru helstu heimkynni íslenska hestsins og fjölbreyttur vettvangur þjóðsagna, Íslendingasagna, goðsagna og sögulegra viðburða. Hér er gengið í fótspor liðinna alda, á vit uppsafnaðra minninga kynslóðanna.
STRÖND SJÁVARÞORPA OG STERKRAR ARFLEIFÐAR
Mitt í hjarta Norðurstrandarleiðar er strandlengja rík af menningu og iðandi starfsemi. Hér er höfuðborg Norðurlands, ásamt fjölda sjávarþorpa og allar þessar byggðir eru samtengdar með stórfenglegum leiðum meðfram bröttum fjallshlíðum, fjörðum, hraunbreiðum og jarðgöngum. Hér eru einnig áætlunarsiglingar til Hríseyjar og út í Grímsey, þar sem hægt er að fara yfir heimskautsbauginn.
STRÖND ÓSPILLTRAR NÁTTURU
Hér umbreytist hinn hefðbundni ferðamaður í ósvikinn könnuð sem ferðast um þetta hrífandi og dularfulla landslag sem tekur svo gagngerum breytingum með hverri árstíð – allt frá sumardvöl milljóna farfugla, til tómleika, myrkurs og órofa kyrrðar vetrarins. En hver sem árstíð heimsóknar þinnar kann að vera, kynnist þú djúpri friðsæld, einveru og íhugun sem sprottin er af víðáttu útsýnis og bergmáli af fótataki náttúru og sögu.