Brimslóð Atelier Guesthouse

Rekstur fyrirtækisins samanstendur af gistihúsi (10 gistiherbergi), veitingastað (fyrir 50 manns) og hinsvegar móttöku á móti hópum bæði íslenskum og erlendum í fyrirlestur um íslenskan mat, matarhefðir með sögulegri tengingu við sögu Íslands. Gestir er einnig boðið að borða máltíð 2ja - 3ja rétta með lykilhráefnum úr íslenskri matarsögu.

Einnig er boðið upp „foodwork-shop“, þar sem gestir/hópurinn fer saman út í náttúruna að veiða fisk, tína jurtir, taka upp grænmeti og matjurtir í matjurgargarði sem tilheyrir rekstrinum. Með leiðsögn elda gestirnir úr hráefnunum og borða afraksturinn.

Fyrirtækið er skilgreint sem upplifunarferðaþjónusta.

Hægt er að panta gistingu og aðra þjónustu í gegnum heimasíðu fyrirtækisins 

www.brimslod.is

Einnig er hægt að panta gistingu í gegnum bókunarsíðuna www.booking.com

Eigendur fyrirtækisins eru: Inga Elsa Bergþórsdóttir, framkvæmdarstjóri og Gísli Egill Hrafnsson. 

Bæði menntaðir leiðsögumenn með mikla og langa reynslu að baki í því starfi. 

Einnig hafa þau gefið út og samið fjölda af matreiðslubókum  fyrir íslenskan og erlendan markað á íslensku, ensku, frönsku, flæmsku og þýsku. 

Þau hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar s.s. tilnefningar til íslensku bókmennarverðlaunanna, til verðlauna Hagþenkis og til alþjóðlegru „Gourmand“ verðlaunanna.

Á heimsíðu fyrirtækisins er hægt að sjá myndir og þá aðstöðu sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.