Hótel Laugarbakki

Hótelið er miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða 193 km frá Reykjavík.  198 km eru frá Laugarbakka norður á Akureyri. Frá hótelinu er útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins. Á leiðinni fyrir Vatnsnes eru söguslóðir Vatnsenda-Rósu og klettadrangurinn Hvítserkur gnæfir yfir sjávarmálinu. Grettir Ásmundarson, frægasti útlagi Íslendingasagnanna, ólst upp í Miðfirði og úti á Húnaflóa háðu Þórður kakali og Kolbeinn ungi einu sjóorrustuna við Ísland, Flóabardaga árið 1244.

56 glæný herbergi öll með baði eru á Hótel Laugarbakka

Erum með 1×1, 1×2, 1×3, fjölskylduherbergi og junior svítur.
Öll herbergi eru útbúin með sjónvarpi, hárþurrku, baðvörum, og sloppum.
Veitingastaðurinn Bakki er á hótelinu.  Bistro staður með áherslur á mat úr héraði ásamt bar.
Opnunartími veitingastaðar er frá 07.00 – 22:00.

Fundar-og ráðstefnusalir eru á Hótel Laugarbakka,  Ásdísarstofa fyrir minni fundi og Íþróttasalur, Grettir fyrir stærri ráðstefnur.
Kennslueldhús fyrir námskeiðshald er á hótelinu.

Heitir pottar og íþróttaaðstaða er á hótelinu frítt fyrir gesti.
Frítt þráðlaust net í alrýmum hótelsins og í öllum herbergjum
Frí bílastæði
Útileiksvæði fyrir börn

Ýmis afþreying er í boði fyrir gesti, upplýsingar hægt að nálgast í móttöku og á heimasíðu okkar.