Iceland Yurt

Upplifðu náttúruna á einstakan og þægilegan hátt allt árið. Síðustu sex ár höfum við búið á Íslandi með tvö ung börn í mongólíu tjaldinu okkar sem við smíðuðum sjálf 2008. Í návist við náttúruna allan ársins hring. Við viljum gefa öðru fólki tækifæri á því að upplifa það líka. Að hlusta á fuglana syngja, heyra hljóðið í vængjum hrafnsins þegar hann svífur framhjá tjaldinu eða að njóta þess að heyra regndropana falla á tjaldið meðan þú kúrir við eldinn með góða bók.

Dveldu í eigin ullar einangraða, upphitaða Mongólíu Yurt í íslensku sveitinni nálægt Akureyri um sumar og vetur.

Okkar Yurt eða Ger eins og þau heita í Mongólíu og þýðir heima, eru rúmgóð. Stóru tjöldin eru um 30m2 og rúmlega 6 metrar í þvermál. Við erum einnig með minni Yurt (fyrir pör eða ungar fjölskyldur) sem eru rúmlega 5 metrar í þvermál og um 20m2. Við eigum nokkur tjöld til aflögu fyrir 2-5 manns hvert. Öll Yurt eru búin þægilegum rúmum og viðarofni svo þú getir látið fara vel um þig við notalegan eldinn eða hitað te/kaffi og bakað íslenskar pönnukökur.

 Staðsetning tjaldanna er í ákjósanlegri fjarlægð frá þjóðveginum, um 4km eða um 6 mínútna ökuleið frá Akureyrarbæ.

Tjaldbúðirnar eru fullkominn upphafsstaður fyrir gönguferðir eða fjallaskíðaferðir beint frá útidyrum tjaldsins, og til að kanna og upplifa norður Ísland. Sem býr yfir mörgum náttúruundrum eins og hinum magnaða Goðafoss, einn af fallegustu fossum landsins, í aðeins 30 mínútna akstursfjarlægð. Og Mývatn, sem er einstakt svæði jafnvel fyrir Ísland, því að þar koma margvísleg fyrirbæri saman: háhitasvæði, ríkt fuglalíf, hverir, gígar og sérstæðar hraunmyndanir og falleg náttúra. Og Jarðböðin, hin norðlenska útgáfa af Bláa Lóninu, allt í um 45 mínútna akstursfjarlægð.

Norðurland er mikið minna heimsótt en Suðurland og sérstaklega utan ferðamannatímabilsins, september til maí geturðu haft staðinn út af fyrir þig.

 

Það er margt sem hægt er að gera sér til skemmtunar og afþreyingar í kringum Akureyri: hvalaskoðun, hestareiðtúrar, fjallareiðhjólatúrar og ýmsir göngutúrar á og við Akureyri eða á fjöll og firnindi í kring til að nefna nokkra möguleika.

Það eru líka þrjár sundlaugar á svæðinu.

 

Ef þú vilt fá að vita meira eða fá ábendingar um einstaka staði eða hugmyndir um gönguleiðir, utan vega hlaupaleiðir eða ferðir spyrjið þá Erwin, hann hefur starfað sem leiðsögumaður á svæðinu síðan 2012 og vinnur á veturna sem skíða og snjóbretta kennari á skíðasvæðinu Hlíðarfjalli og elskar að fara út að hlaupa og hjóla í frítímanum sínum.

Í aðeins 10 mínútna göngufæri frá tjaldbúðunum, í okkar einstaka útskorna Mongólíu Yurt, býður Solla upp á námskeið og uppákomur m.a. til sjálfsstyrkingar, hreyfingu í núvitund, dans, hugleiðslu og djúpslökun með heilandi hljóðfærum, og einstakar tónheilunar meðferðir með kristal tónkvísl. Hægt er að bóka hjá Sollu í Gaia hofinu fyrir einstaklinga og hópa.

 

Við hlökkum til að heyra frá þér og að bjóða þig velkomin til okkar í Yurt!

Það er tilvalið að kíkja norður og það er opið allt árið í skemmtilega upplifun.

 

Solla og Erwin