Sóti Lodge

Sóti Lodge býður viðskiptavinum gæðagistingu í Fljótum, hjarta Tröllaskaga, í sögulegu skólahúsi með útsýni yfir náttúru Fljóta frá ströndu til tinda. Við leggjum áherslu á gestrisni, gæði og ábyrga ferðaþjónustu og bjóðum þægilega gistingu með hálfu fæði, þar sem lögð er áhersla á að nýta hráefni úr héraði. 

Sóti Lodge býður gistingu og hálft fæði í sex tveggja manna herbergjum og einu þriggja manna, sem öll heita eftir fjöllum og vötnum í nágrenninu. Öll herbergin eru útbúin með salerni og sturtu. Mikið útsýni er til fjallaúr stofu og borðstofu. Herbergin eru hófleg að stærð, en tryggja notalega vist með stofuna í seilingarfjarlægð.