The Herring House

The Herring House er yndislegt gistiheimili á Siglufirði, vinalegum bæ sem tekur vel á móti ferðamönnum og gestum á flakki um Norðurland. 

Gistiheimilið er einstaklega vel staðsett; í stórum friðsælum garði bak við kirkjuna, með útsýni yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin í kring og aðeins fárra mínútna göngufjarlægð frá Ráðhústorginu, hjarta bæjarins. Stutt er í alla þjónustu, svo sem verslun, kaffihús, veitingastaði og söfn. 

Fjöllin í kringum Siglufjörð eru engu lík. Þau bjóða uppá mikla möguleika til útiveru; fjallgöngur á sumrin og skíðaiðkun á veturna, hvort sem er göngu-, svig- eða fjallaskíði, sem oft er hægt að stunda fram í júní. 

The Herring House býður uppá fjögur glæsileg vel búin herbergi með uppábúnum rúmum og tvö
gestahús sem staðsett eru á lóðinni.  

Herbergin eru með sameiginlegum vel útbúnum eldhúskrók og rúmgóðu baðherbergi.  

Gestahúsin, sem eru tveggja manna, eru með verönd, sér baðherbergi og litlu, en fullbúnu eldhúsi.  

Á lóðinni er einnig að finna útisturtu, baðhús og heitan pott inn á milli trjánna.  

Fátt er betra eftir góðan dag í fersku íslensku fjallalofti, en að skola af sér í útisturtu og slaka síðan á í heitum potti. 

Hlökkum til að bjóða ykkur uppá notalega upplifun á The Herring House, þar sem mikil áhersla er lögð á hreinlæti og persónulega þjónustu.