Arctic Sea Tours

Arctic Sea Tours er hvalaskoðunarfyrirtæki staðsett á Dalvík, 30 mín frá Akureyri.
Við viljum að ferðir okkar séu ævintýri og berum mikla virðingu fyrir upplifun gesta okkar um borð. Hvalaskoðunin fer fram í Eyjafirði oftast í kringum Hrísey. Við bjóðum uppá kuldagalla fyrir alla, heitan drykk og meðlæti. Í hverri ferð er stoppað til að veiða í 10 - 15 mínútur, síðan er fiskurinn sem veiddist smakkaður af grilli eftir ferðina. Arctic Sea Tours rekur tvo eikarbáta sem voru smíðaðir á Íslandi, bátunum hefur verið breytt samkvæmt ströngustu kröfum Samgöngustofu. Áhöfnin hefur öll hlotið þjálfun hjá Slysavarnaskóla sjómanna
Algengustu tegundir eru hnúfubakar, höfrungar, hnísur, hrefnur og stöku sinnum háhyrningar og stærsta dýr jarðar, steypireyður.