Strandmenning og norræn goðafræði

Í þessari dagsferð muntu upplifa hið einstaka norður heimskautssvæði og fara á nyrsta hluta meginlands Íslands. Þú munt komast nálægt heimskautsbaugnum, fræðast um sögur úr norrænni goðafræði þegar þú heimsækir Heimskautsgerðið og hlusta á sögur um fiskveiðar á Raufarhöfn. Smakkaðu á staðbundnum mat, svo sem ferskum fiski beint frá heimskautssvæðinu. Á Melrakkasléttu þar sem tíminn virðist hafa staðið í stað, munt þú upplifa sérstakt náttúrulegt andrúmsloft við nyrsta tanga Íslands.

Ferðin hefst á Raufarhöfn, litlu sjávarþorpi og einu nyrsta samfélagi Íslands. Leiðsögumaðurinn fer með þig aftur í tímann, þegar síldin spilaði aðal hlutverkið á Raufarhöfn. Finndu falin merki gömlu dýrðarinnar og hlustaðu á sögurnar sem taka þig aftur í tímann.
Þú munt fara inní dulspeki þjóðsagna við Heimskautsgerðið, sem virkar sem risastórt sólúr. Heimskautsgerðið er staðsett á litlum hól með 360 ° útsýni yfir sjóndeildarhringinn og villta náttúru - fullkomið að fanga sólargeislana á milli steinanna. Framtíðar áformum skúlptúranna verður lýst og Eddu sögur sagðar, um norræna goðafræði, dverga og hlutverk þeirra. Með þessum birtingum og túlkunum á náttúrunni keyrum við út á norðurslóðir og upplifum hið náttúrulega umhverfi Melrakkasléttu. Göngum að nyrsta stað meginlandsins - vitann Hraunhafnartanga, aðeins 3 km frá heimskautsbaugnum.