Dalvík

Margar góðar gönguleiðir eru í Dalvíkurbyggð enda sveitarfélagið staðsett á Tröllaskaganum sem er stærsta samfellda fjallasvæði landsins. Svæðið er kjörið fyrir göngufólk þar sem allir ættu að geta fundið leiðir við sitt hæfi, hvort sem menn vilja ganga á láglendi um Friðland Svarfdæla, klífa fjöll eða ganga fornar þjóðleiðir á milli byggðalaga.

Hægt er að finna upplýsingar um 10 mismunandi gönguleiðir á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.