Digranesviti

Frá þorpinu á Bakkafirði liggur slóði og síðan falleg gönguleið að Digranesvita. Vitinn var byggður á árunum 1943-1947 og er ljóshæð hans 28 metrum yfir sjávarmáli. Hæð hans er 18.4 m. Frá Digranesvita er útsýnið yfir Bakkaflóann engu líkt. Gott er að leggja bílnum á Bakkafirði og ganga áleiðis að eyðibýlinu Steintúni og svo dálítið lengra. Digranesviti er um 1 km frá Steintúni og leiðin er stikuð. Gönguleiðin er falleg og útsýnið frá vitanum sömuleiðis en fara skal varlega þegar gengið er yfir klettabeltið að vitanum.