Fálkafell Akureyri

Ekið frá miðbæ Akureyrar upp Þingvallastræti, beygt síðan til vinstri og haldið áfram upp Súluveg. Alls u.þ.b. 4 km. Leggðu bílnum við Súluveg á litlu bílastæði. Gakktu síðan upp slóða sem liggur að Fálkafelli, u.þ.b. 1,2 km eða 20 mínútna gönguferð. Fálkafell er gamalt skátahús og býður upp á útsýni yfir Akureyri og allan Eyjafjörðinn út á haf.