Úr hafinu á diskinn þinn

Hér lærir þú frá fyrstu hendi allt um saltaðan þorsk sem hefur átt stóran sess í íslenskri menningu, bæði sem neysluvara og  útflutningsvara sem hefur orðið vinsælt hráefni í matargerð margra landa við Atlanshafið, í Vestur Afríku og við Miðjarðarhafið.  Þú slæst í för með litlum hóp á íslenskum eikarbát, en haldið er frá Hauganesi út á rík fiskimið Eyjafjarðar. Leiðsögumaðurinn fræðir ykkur um fiskveiðar áður fyrr, sem og í nútímanum. En svo er komið að þér að kasta út línu og veiða þinn eigin þorsk eða ýsu. Bráðum fyllist loftið af mávum sem vilja ólmir deila aflanum með ykkur. Ef þú hefur áhuga getur leiðsögumaðurinn kennt þér að gera að fisknum. Á siglingunni til baka í þorpið eru góðar líkur á því að sjá hvali.

Þegar komið er í land fylgið þið aflanum í Ektafisk, sem er algjört frumkvöðlafyrirtæki þegar að kemur að forsöltuð þorksafurðum, en fyrirtækið hlaut nýsköpunarverðlaun 2005. Framkvæmdastjórinn Elvar er sjálftitlaður konungur saltfiskins og þriðju kynslóðar saltfiskgerðarmaður, en afi hans kom verksmiðjunni á fót árið 1940 og þróaði aðferðirnar sem hafa verið notaðar allar götur síðan.

Eftir að hafa veitt þorskinn og lært að breyta honum í bacalao er komið að síðasta – og ljúfengasta hlutanum; að borða bragðgóðan saltfisk á Bacalao Bar.