Glerárdalur - Lambi

Glerárdalur er fólkvangur og liggur upp af Akureyri. Dalurinn hentar vel til útivistar og liggur um hann gönguleið inn að Lamba, húsi Ferðafélags Akureyrar.

Gönguleiðin hefst við bílastæðið við Súlur en stað þess að fylgja gulu stikunum upp fjallið, er farið beina leið inn að Lamba. Það er um 11 km leið sem ætti að henta flestum þar sem undirlendið er mjúkt og hækkunin ekki mikil.  Það eru fjölbreyttar gönguleiðir frá skálanum um fjöll og dali á Glerárdalssvæðinu.