Fjaran á Hauganesi

Best er að aka niður að höfninni og leggja bílnum þar. Stígur og létt gönguleið leiðir ykkur að svartri strönd. Flott útsýni og fyrir þá sem eru með sundföt meðferðis er tilvalið að skella sér í sjósund og slaka svo á í heitu pottunum sem staðsettir eru í flæðarmálinu.