Huldustígur Lystigarðurinn Akureyri

Huldustígur Lystigarðurinn Akureyri er yndis ganga um Lystigarðinn á Akureyri. Gangan er klukkutíma löng með leiðsögn sjáanda. Í göngunni er gengið hægum skrefum og leiðsögumaður segir frá huldufólkinu og álfunum sem búa í garðinum, eins og um allt land, allt árið um kring. Hún segir frá hlutverkum þeirra og boðskap í dag og til forna. Huldukonurnar sem verða með í för hafa áhuga á tilveru þinni og eru þakklátar fyrir tíma þinn og heimsókn í garðinn.
Hér getur þú fundið orkuna sem íslenskir listamenn eru og hafa verið undir áhrifum af þegar þeir skapa sín meistaraverk.