Vitinn á Hraunhafnartanga

Hraunhafnartangi og Rifstangi eru nyrstu staðir Íslands, við jaðar heimskautsbaugs. Hraunhafnartangi dregur nafn sitt af náttúrulegri höfn sem nefnd er á nafn í bókmenntum frá 13. öld.  Þorgeirsdys, steinhaugur sem fannst á Hraunhafnartanga, er talinn grafreitur Þorgeirs Hávarssonar sem var drepinn þar í epískri 11. aldar bardaga, sem talað er um í Fóstbræðrasögu.

Gestir sem koma með myndir af sér við vitann á Hraunhafnartanga, geta fengið vottorð frá þjónustuaðilum staðarins um að hafa verið á nyrsta punkti Íslands. 

Þegar keyrt er eftir vegi nr.870 er merki sem sýnir hvar hægt er að stoppa og ganga að vitanum. Ágætis gönguleið meðfram ströndinni er að vitanum og mikið um fugla. 
Norðurheimskautsbaugur er einungis 3km fyrir utan ströndina til norðurs. Vinsamlegast farið mjög varlega ef þið klifrið uppá klettavegginn til að "sjá" heimskautsbauginn, þar sem steinarnir eru sleipir og of mjög sterkar öldur sem skella þar á. 

Vitinn er aðgengilegur allt árið en hafa ber í huga að æðarfugl er alfriðaður á Íslandi og öll umferð er bönnuð í og við æðarvarpið frá 15.apríl til 14.júlí.