Húsavíkurfjall

Einn besti staður til að njóta miðnætursólarinnar er á toppi Húsavíkurfjalls. Gangan uppá fjallið er frekar auðveld og ekki of löng. Þaðan er ótrúlegt útsýni yfir Skjálfanda og fjöllin í kring. Stundum er jafnvel hægt að sjá alla leið til Grímseyjar.