Hvítserkur

Hvítserkur er sennilega frægasti sjóklettur á Íslandi. Þegar Vatnsnesið er keyrt er merki á vegi nr.711 sem vísar þér á bílastæði, þaðan er hægt að labba að útsýnispallinum. 

Þegar veður er gott og aðstæður réttar er einnig hægt að ganga niður í fjöruna og alveg að klettinum. Sú ganga er brött og ekki við hæfi allra.