Iceland Yurt

Upplifðu náttúruna á einstakan og þægilegan hátt allt árið. Síðustu sex ár höfum við búið á Íslandi með tvö ung börn í mongólíu tjaldinu okkar sem við smíðuðum sjálf 2008. Í návist við náttúruna allan ársins hring. Við viljum gefa öðru fólki tækifæri á því að upplifa það líka. Að hlusta á fuglana syngja, heyra hljóðið í vængjum hrafnsins þegar hann svífur framhjá tjaldinu eða að njóta þess að heyra regndropana falla á tjaldið meðan þú kúrir við eldinn með góða bók.

Í aðeins 10 mínútna göngufæri frá tjaldbúðunum, í okkar einstaka útskorna Mongólíu Yurt, býður Solla upp á námskeið og uppákomur m.a. til sjálfsstyrkingar, hreyfingu í núvitund, dans, hugleiðslu og djúpslökun með heilandi hljóðfærum, og einstakar tónheilunar meðferðir með kristal tónkvísl. Hægt er að bóka hjá Sollu í Gaia hofinu fyrir einstaklinga og hópa.

Við hlökkum til að heyra frá þér og að bjóða þig velkomin til okkar í Yurt!

Það er tilvalið að kíkja norður og það er opið allt árið í skemmtilega upplifun.