Illugastaðir á Vatnsnesi

Hér er stórt bílastæði nálægt vegi nr. 711 á Vatnsnesi og skilti merkt „Illugastaðir“ gefur til kynna hvert skal halda. Það er stutt ganga að ströndinni sem býður upp á frábært tækifæri til að horfa á seli í náttúrulegu umhverfi sínu.

Hafa þarf í huga að æðarfugl er alfriðaður á Íslandi og er öll umferð bönnuð í og við æðarvarpið frá 1.maí til 20.júní ár hver.