Ullarverksmiðjan KIDKA

Ullarverksmiðjan KIDKA er ein af stærstu ullarverksmiðjum Íslands. Vörumerkið stendur fyrir fallegar og þægilegar hágæða ullarvörur sem fylgja alltaf nýjustu tískustraumum. Framleiðslan fer eingöngu fram á Íslandi.

Verksmiðjan er staðsett á Hvammstanga í Miðfirði, miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar, einungis 5 mínútur frá Þjóðveginum. 

Ullarvörurnar frá KIDKA eru prjónaðar í prjónavélum. Á meðan að á framleiðslunni stendur, fer ullin aldrei úr landi, hér er um að ræða ekta íslenskar vörur sem að auki skapa mikilvæg störf á svæðinu. Heimsæktu KIDKA ullarverksmiðjuna og fylgstu með hinu sígilda íslenska framleiðsluferli ullarinnar. Þannig getur þú séð hvernig peysan þín er búin til. 

Í verksmiðjunni er einnig verslun þar sem hægt er að kaupa KIDKA ullarvörurnar sem og handprjónaðar ullarvörur á góðu verði.