Að kynnast kindum og læra um sjálfbæran matarbúskap

Hittu gestgjafana þín sem reka sjálfbært bú í einu af afskekktustu hornum landsins; eins langt og hægt er að vera frá höfuðborginn og upplifðu hvað lífið er allt öðruvísi.

Vor á Íslandi eru sérstakur tími og hápunkturinn er þegar lömbin fæðast, en það er annríkasti tími ársins hjá bændum, en einnig mjög gefandi að heyra nýfædd lömbin jarma og biðja um athygli.
Eftir hinn langa vetur vaknar eyjan við nýtt líf: lömbin fæðast, sólin snýr aftur og skín nánast allan sólarhringinn og farfuglar snúa aftur og fylla loftið af söng sínum, dag og nótt.

Gestgjafarnir Mirjam og Sverrir deila sinni daglegu rútínu með þér. Þú heimsækir kindur með lömb og færð jafnvel að gefa lambi að drekka úr pela og lærir um hefðbundinn fjárbúskap í leiðinni. Þú getur fylgst með (og jafnvel tekið þátt í) þjálfun fjárhunda, lært allt um sjálfbærar afurðir og notið þess að aðstoða bændurnar við að elda hefðbundna máltíð með hráefnum af bænum.