Norðursigling

Umhverfisvæna hvalaskoðunarfyrirtækið

Njótið fjölbreytts dýralífs í einstöku umhverfi Skjálfandaflóa um borð í fallegum eikarbátum.

Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og strandmenningu og fyrst fyrirtækja á Íslandi að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir. Hvalaskoðun er vinsæl afþreying fyrir ferðafólk og hefur starfsemi fyrirtækisins farið ört vaxandi.

Sjávarþorpið Húsavík er þekkt fyrir frábæra möguleika til hvalaskoðunar og Skjálfandaflói einn örfárra staða í heiminum sem vitað er að steypireyður hefur reglulega viðkomu.

Hvalaskoðunarferðir Norðursiglingar frá Húsavík hafa gefið bænum það orðspor að vera höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu.

Markmið Norðursiglingar er að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum.

 

Fyrst fyrirtækja í heiminum til þess að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir á rafmagnsskipum.

Þann 12. Júlí 2015 var einstakt rafmagnskerfi seglskipsins Opal vígt á Húsavík. Í framhaldi varð Norðursigling fyrst á heimsvísu að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir með því að nota eingöngu rafmagn og vind til framdriftar í hvalaskoðun.

Líkt og árið 2016 mun Norðursigling bjóða uppp á tvær tegundir kolefnislausra hvalaskoðunarferða, og mest 5 brottfarir á dag.

Stefna fyrirtækisins er skýr og stefnt er að því að öll skipin í flota Norðursiglingar verði búin rafmagnskerfi til framdriftar innan örfárra ára.

Norðursigling hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í annað sinn árið 2015 auk þess að hljóta silfurverðlaun á hinum eftirsóttu World Responsible Tourism Awards árið 2015 fyrir „Best Innovation for Carbon Reduction“ auk fjölda annarra viðurkenninga.

 

Norðursigling býður einnig upp á hvalaskoðun á Hjalteyri, hvalaskoðunarferðir í Tromsø í Noregi, skíðaferðir í Lyngen ölpunum í Noregi, og vikulangar ævintýraferðir á austurströnd Grænlands.

 

Dagsferðir:        

Hvalaskoðun frá Húsavík             Daglegar ferðir 1. mars - 14. desember              3 klst.

Hvalir og segl                              Daglegar ferðir 1. júní - 15. september            3 klst.

 

Lengri ferðir:

Scoresby Sund Grænland           Frá 20. Júlí til 21. september       7 dagar & 7 nætur

 

Sérferðir eftir pöntunum.