Siglt á jaðri heimskautsins

Sumarsólstöður við heimskautsbaug. Dagar sem aldrei taka enda og óleymanleg miðnætursól. Það jafnast ekkert á við það sigla við heimskautsbaug á sumarsólstöðum.

Þú siglir um og býrð um borð í verðlauna rafseglskútunni Opal í 3 daga og 2 nætur. Lagt úr höfn frá Húsavík og þaðan siglt að skoða afskekktar eyjar og hina stórkostlegu strandlínu meðfram jaðri heimskautsins.  Reynslumikil áhöfnin leiðir þig áfram og hjálpar þér að uppgötva í leyndar perlur og sögufræga staði í norðrinu. Allar máltíðir eru eldaðar um borð af sérstökum heimskautakokki – og sækja innblástur í hráefni og hefðir á staðnum.

Ferðin verður full af uppgötvunum og upplifunum á borð við:

 • Að læra að sigla hásigldu seglskipi.
 • Að njóta þess að sjá hvalina á leiðina.
 • Að fara norður fyrir heimskautsbaug í Grímsey.
 • Að heimsækja Flatey, sem er komin í eyði.
 • Að synda í Norður-Íshafinu.
 • Að láta líða úr sér í heita pottinum um borð!
 • Að fara í land og kanna víkingabyggðir og eyðibýli.
 • Að ganga í gegnum söguna í afskekktum dölum.
 • Að veiða í matinn og grilla um borð.
 • Að sigla kringum hin stórkostlegu fuglabjörg Grímseyjar.
 • Að upplifa sumarsólstöður við heimskautsbaug.

Brottfarir

19 – 21 júní 2020

20 – 22 júní 2021

20 – 22 júní 2022