Selasigling

Sela-og náttúruskoðun er ný upplifun í íslenskum ferðamannaiðnaði. Við bjóðum upp á sjóferðir frá Hvammstanga um Miðfjörð við Húnaflóa á sumrin, sem gefur fólki möguleika á að skoða seli í þeirra náttúrulega umhverfi. Selirnir halda sig aðalega nálægt landi þar sem þeir skríða gjarnan upp á steina og upp í fjöru til að hvílast. Þrátt fyrir að vera villt dýrategund, þá tekur það ekki langan tíma fyrir þá að venjast nálægð bátsins.

Selir eru forvitnir að eðlisfari þannig að með góðri myndavél, og aðdráttarlinsu, er vel hægt að ná af þeim góðum myndum, í þeirra rétta umhverfi. Fuglalíf er mikið í Miðfirði, einnig sjást hvalir nokkuð oft í ferðunum.

Fylgið okkur í ferðir til að skoða seli, og náttúru í Miðfirði, með ykkar eigin augum. Þetta er upplifun sem mun lifa lengi í minnum, og skapar svo sannarlega nýja sýn á líf og náttúru.