Íslensk matargerð við ströndina

Þú kemst í kynni við aðra matgæðinga á þessu hálfsdags námskeiði og smakkar og lærir um íslenska matargerð og tengsl hennar við einstaka náttúru landsins. Gestgjafarnir deila sérfræðiþekkingu sinni og kenna þér allt um það að nota þau náttúrulegu og villtu hráefni sem finnast á norðlægum slóðum. Þeir útskýra hvernig matur var varðveittur til forna og hvernig Íslendingar styðjast enn við þær aðferðir með nútímalegu tvisti.

Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru gestgjafar sem kunna ýmislegt fyrir sér og hafa óþrjótandi ástríðu fyrir íslenskri matargerðarhefð, matseld almennt, grafískri hönnun og ljósmyndun. Fallegu bækurnar þeirra um íslenskan mat og matargerðarhefð hafa fengið frábæra dóma og tiltefningar til bókmenntaverðlauna á Íslandi og erlendis. Nýjasta bók þeirra La Cuisine Scandinave var gefin út í Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi.

Þessi spennandi matartúr hefst á Brimslóð Atelier á Blönduósi, en fyrsti áfangastaðurinn er hin afvikna Selvík við Húnaflóa, þar sem oft er hægt að sjá seli. Þegar komið er á ströndina elda Inga og Gísli sjávarfang yfir opnum eldi með ýmsum hráefnum úr héraði. Ef aðstæður bjóða upp á það verður þara safnað saman og einnig sjó til þess að sjóða niður og búa til salt yfir opnum eldi. Á leiðinni til baka verður stoppað á öðrum stað til að safna fleiri hráefnum. Næsta stop er Brimslóð, glæsilegt gistihús og veitingastaður Ingu og Gísla við sjóinn, með ótrúlegt útsýni út á haf og yfir á vestfjarðakjálkann. Þar klárar hópurinn daginn með því að vinna saman í vel búnu eldhúsi að því að undirbúa létta þriggja rétta máltíð m.a. með hráefnum sem safnað var um daginn og úr garðinum hjá Brimslóð.