Snartarstaðanúpur

Snartarstaðanúpur er 284 metrar og hæðsta fjallið á þessum slóðum. Hægt er að leggja af stað frá áningarstaðnum Hvallág og ganga upp klettana og þá er stutt leið eftir uppá topp. Þrátt fyrir að fjallið sé ekki hátt, þá er útsýnið mikið og á góðviðrisdögum er hægt að sjá yfir til Grímseyjar. 
Hægt er að ganga til baka eða fara eftir auðveldum göngustíg og enda á Kópaskeri (6,5km). Ströndin er falleg með hinum ýmsu klettamyndunum en passa þarf að festast ekki þegar fer að flæða að.