Sóti Summits

Aðstandendur Sóta Summits eru bundnir náttúru Íslands sterkum böndum og hafa mikla reynslu af útivist.  Við leggjum áherslu að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti okkar.

Ferðaframboð okkar er byggt á grunni þess sem við myndum vilja upplifa og njóta sjálf.

Umhyggja fyrir náttúru og sjálfbærniviðmið í störfum eru leiðarljós okkar og við trúum á nándarferðir, knúnar áfram af eigin orku, beina snertingu við umhverfi okkar, hæga yfirferð og það að finna fegurðina í hinu smáa sem stendur okkur nærri.

Þegar kemur að ferðunum okkar, þá tínum við saman allt það besta sem að Tröllaskaginn og Norðurlandið hefur uppá að bjóða, hvort heldur er um að ræða afreyingu, mat eða gistingu.

Við setjum markið hátt þegar kemur að leiðsögumönnum og starfsfólki. Við viljum segja sögur sem gestir okkar lifa sig inn í, fræða um land og umhverfi og að fólk geti lifað sig inn í náttúru, sögu og menningu þeirra stða sem við heimsækjum. Við tryggjum öryggi gesta okkar og erum kunnáttusöm um þau farar- og leiktæki sem við bjóðum upp á að prófa.

Við skilum heim ánægðum gestum, upprifnum af þeirri upplifun sem ferðin hefur fært, nærð af þeim minningum sem ævintýri dagsins hafa skapað.