Strákagöng

Keyrið veg nr.76 frá Siglufirði og til norðurs. Eftir að komið er útúr Strákagöngum er fínt bílastæði sem gott er að stoppa á og býður uppá hinn fullkomna stað til að njóta norðurljósanna. Ekki gleyma að horfa í kringum ykkur á hin dramatísku fjöll sem rísa nær lóðrétt upp.