Matarupplifun og sögur af hugrökkum konum

Taktu þátt í hálfs dags ferð þar sem þú upplifir staðbundinn mat á meðan þú hlustar á frásagnir og söng frá heimamönnum á Ólafsfirði.
Ida býður ykkur velkomin á Kaffi Klöru, notarlegt kaffihús og gistiheimili á Ólafsfirði og deilir með ykkur tveimur ástríðum: mat úr héraði og sögum af huldufólki og tröllum. Kaffi Klara er staðsett á gamla Póst- og Símashúsinu og er staður þar sem sögur og einstakur matur koma saman.
Fylgið Idu í gönguferð um heimabæ hennar, þar sem hún segir sögur af áhugaverðum konum og býður þér að smakka heimagerðar kræsingar. Konur á Íslandi báru mikla byrði daglegs lífs meðan karlar voru í burtu við veiðar í marga mánuði. Konurnar leystu þessar erfiðu áskoranir með hugrekki, sköpun og einstakri sýn á lífið. Þær voru oft á undan sinni samtíð og auðvitað voru þær einnig ábyrgar fyrir mat og matreiðslu í landi þar sem hörð náttúra gerði það oft á tíðum erfitt.
Ólafsfjörður er dæmigerður fyrir mörg afskekkt þorp á Íslandi. Kafið í söguna og sjáið þessi litlu þorp með nýjum augum með því að læra um þau vandamál sem þau þurftu að leysa í viðleitni sinni til að verða sjálfbær samfélög. Þar sem Ólafsfjörður er þekktur sem tröllabær getið þið verið viss um að lenda í einhverjum kynnum af þeim á göngu ykkar. Í safninu Pálshúsi heyrið þið tröllarímur og sögur og gömul hefðbundin lög verða flutt af heimamönnum - þið gætuð jafnvel lært að syngja með okkur. Við endum ferðina á Kaffi Klöru þar sem Ida býður upp á alvöru Norðurstrandar matarupplifun byggða á staðbundnu hráefni og gömlum hefðum, en þó með sínu eigin nútímalega ívafi - rétt eins og konur hafa gert í aldanna rás.