Súlur

Frá Akureyri er auðvelt að komast uppá Súlur, kennileiti Akureyrar. Ekið er upp Súluveg og þar er gott bílastæði. Stígurinn er merktur og er um 5,3 km frá bílastæðinu og uppá topp. Fjallið hefur tvo tinda , Syðri-Súlur (1213 metrar) en tindurinn sem komið er uppá fyrst heitir Ytri-Súlur og er um 1200 metrar. 

Frá tindunum er stórbrotið útsýni yfir Eyjafjörð og hægt er að ganga enn lengra ef áhugi er á því. 
EKki mælt með að ganga þessa leið í miklum snjó.