Vitinn á Svalbarðseyri

Það er auðvelt að komast að vitanum þar sem hægt er að keyra að honum. Vitinn stendur í fjörunni á Svalbarðseyri sem er lítið þorp rétt utan við Akureyri. Hægt er að ganga meðfram strandlengjunni og er útsýnið yfir Eyjafjörð og Akureyri stórkostlegt.