Ferðast aftur í tímann á Síldarárin

Síldarminjasafnið er margverðlaunað fyrirtækir og stærsa sjóminja og iðnaðarsafn á Íslandi, en það leggur áherslu á að endurskapa síldarárin á Siglufirði þegar Siglufjörður var fiskveiðihöfuðborg landsins.
Þér gefst kostur á að fylgjast með síldarstúlkunum í gulu pilsunum þar sem þær gera að síldinni og setja á tunnur, slúðra og hrópa að hafnarverkamönnunum. Ef þig langar að prófa þá eru til auka pils og hnífar og síldarstúlkurnar deila sérfræðiþekkingu sinni með þér og kenna þér að vinna síldina!

Harmonikkuleikari af svæðinu setur réttu stemninguna og spilar þekkt sjómannalög og síldarstúlkurnar syngja með, en á eftir er svo komið að bryggjuballi þar sem allir mega vera með í dansinum!

Að því loknu er farinn áhugaverður og upplýsingamikill túr um öll þrjú safnahúsin, þar sem leiðsögumaður gefur ríka innsýn í heillandi síldariðnaðinn. Að lokum bíður þín góðgæti því í bátahúsinu fær hópurinn að smakka mismunandi tegundir af síld með rúgbrauði frá bakaranum í bænum – en því er að sjálfsögðu skolað niður með Brennivíni!