Jóga í Flatey

Æfðu jóga í íslenskum óbyggðum, rétt fyrir neðan heimskautsbauginn. njótið holls matar og hugleiðið á afskekktri eyju í þessari endurnærandi ferð.

Við leggjum af stað klukkan 08:00 frá Húsavík á RIB hraðbát og förum í hvalaskoðun á leiðinni útí Flatey. Þegar við komum þangað tökum við þátt í fyrsta jógaflæðinu úti, undir forystu reynds jógakennara, þar sem við tengjumst náttúrunni og innri frið okkar. Ljúffengur grænmetisréttur verður borinn fram í hádegismat og eftir hann tekur við leiðsögn um töfrandi landslag eyjunnar, spennandi sögu hennar og varpfuglanna. Þessari auðveldu göngu lýkur með Chai te og öðrum jógatíma eða hugleiðslu.

Leyfðu þér að taka endurnærandi hlé í óbyggðum eyjunnar áður en haldið er til baka til Húsavíkur um klukkan 17:00.