Hlustaðu á sögur heimamanna

Vissir þú að hvönn hefur verið nýtt til lækninga frá örófi alda?
Hlustaðu á sögu frá Lindu Maríu Ásgeirsdóttur sem býr í eyjunni og notar hvönn mikið á veitingastaðnum sínum.

Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að hlusta á söguna ásamt því að sagan er rituð neðar á síðunni.
Sagan er lesin af Vilhjálmi Bergmanni Bragasyni.

 

"Hvönn hefur verið nýtt til lækninga frá örófi alda og þykir hún einstaklega góð við þvagblöðru kvillum og segja elstu menn eyjarinnar að klósettferðir að næturlagi tilheyri fortíðinni eftir að þeir fóru að drekka hvannarte. Einnig eru sömu virku innihaldsefni í hvönninni og Vigara (mínus bláa litinn), þannig að við segjum að hún sé hollari en Viagra. Nýjustu tilraunir hafa verið að vinna úr hvannarrótinni og þá er hún þurrkuð og möluð og verið er að kanna möguleikana á að nýta hana frekar. Þetta er gert í samstarfi við fleiri aðila bæði í vínframleiðslu og náttúruvörum.
Hrísiðn var stofnuð í kringum amboðaframleiðslu árið 2004. Stofnendur eru hjónin Bjarni Thorarensen, vélvirkjunarmeistari vélstjórn frá Vélskóla Íslands og Sigríður Magnúsdóttir fiskvinnslukona og húsmóðir.
Í Hrísiðn eru framleiddar hrífur af öllum gerðum og stærðum og sláttuorf. Hægt er að kaupa hrífur og þurrkaða hvönn af þeim hjónum. Einnig eru hrífur seldar í hinum ýmsu verslunum og þurrkaða hvönnin líka.
Hrísiðn er með vottun frá vottunarstofunni Tún fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu við vinnslu náttúrulegra afurða.
Árið 2007 hófst samstarf við Saga medica um tilraunavinnslu á hvönn í Hrísey og árið 2009 hófst fyrir alvöru vinnsla á hvönn.
Sumarið 2010 var svo fjárfest í þurrkgám hann innréttaður ásamt vinnslurými og við það jókst framleiðslan í dag eru þrír þurrkgámar í notkun og er verið að selja yfir 1 tonn af þurrkaðri hvönn á hverju ári til SagaNatura sem er eini viðskiptavinurinn og framleiðir náttúruvörur úr hvönninni.
Skemmtilegt er að segja frá því að yfir sex vikna tímabíl frá miðjun júní fram í byrjun ágúst (fer eftir vexti plöntunnar og veðurfari) þá eru ráðnir sex til tíu starfsmenn sem sjá um að tína hvannarlauf og er vigtað frá hverjum og einum starfmanni, hvað hann tínir mikið magn á dag. Þetta hafa ýmist verið unglingar úr eyjunni með eldra fólki eða erlendir aðilar sem koma gagngert til að vera í uppskerunni. Síðustu fjögur ár hefur starfsmannahópurinn verið með svipuðu móti þ.e. nokkrum erlendum aðilum sem koma á hverju sumri og líkar vel að dvelja í Hrísey yfir þennan besta tíma ársins.
Nánast allur búnaður hjá fyrirtækinu er smíðaður af Bjarna sjálfum og eru þarna alveg mögnuð tæki sem hafa orðið til í höfðinu á honum og sjálfsagt einu eintökin.
Fyrirtækið starfar allt árið og eru unnar hrífur yfir veturinn og er hver hrífa handunnin sem er frekar tímafrekt. Hvönnin er nýtt bæði þurrkuð lauf og fræ. Laufin möluð og seld sem te og fræin eru seld sem krydd."